top of page

UM VÖRÐU

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins var stofnuð í maí 2020 af Alþýðusambandi Íslands og BSRB.

Grundvöllurinn af stofnun sérstakrar rannsóknastofnunar á sviði vinnumarkaðar endurspeglast í sameiginlegum markmiðum ASÍ og BSRB um að skapa víðtæka þekkingu á lífsskilyrðum fólks, byggja brú á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar sem og að hvetja til sjálfstæðra rannsókna sem hafa þýðingu fyrir launafólk.

Samkomulag um stofnun Vörðu.jpg

Samkomulag um stofnun rannsóknastofnunar á sviði vinnumarkaðar var undirritað í október 2019 þegar Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, undirrituðu samkomulag þess efnis. Í kjölfarið var efnt til nafnasamkeppni um hentugt nafn fyrir hina nýju stofnun. Alls bárust á fjórða hundruð tillögur frá 115 einstaklingum. Tillaga Elínar Mörtu Ásgeirsdóttur, Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins var valið besta nafnið.

Varða sinnir fjölbreyttum rannsóknum er varða lífskjör fólks í víðu samhengi. 

bottom of page