Rétta leiðin gegn spillingu
3. júní 2020. Kl. 12:30-13:10
|https://us02web.zoom.us/j/81726601126
Time & Location
3. júní 2020. Kl. 12:30-13:10
https://us02web.zoom.us/j/81726601126
About the event
Með gagnsæi má fyrirbyggja spillingu og efla traust. Verkalýðshreyfingin hefur kallað eftir að skilyrði séu sett við aðgerðir stjórnvalda og að eftirlit verði með því að þeim verði framfylgt. Spilling finnst þar sem skortir eftirlit, ákvarðanataka er óljós og aðkoma almennings er litil eða engin.
Guðrún Johnsen, hagfræðingur, er formaður stjórnar Gagnsæis – samtaka gegn spillingu. Hún var lektor í fjármálum við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík um árabil og situr nú í stjórn Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna. Guðrún starfaði hjá Rannsóknanefnd Alþingis og gaf út bók á ensku um niðurstöður rannsóknarnefndarinnar, Bringing Down the Banking System: Lessons fram Iceland.
ASÍ, BSRB og Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins standa fyrir röð af hádegisfundum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfingarinnar og annarra almannasamtaka. Fundirnir fara í gegnum zoom og eru öllum opnir.